• Islenska
  • English

M1 Pro DHC rafmagnskerra

Verð : 143.600 kr.

Vörunúmer : 15400

Lagerstaða : Til á lager


Motocaddy er ein vinsælasta rafmagnskerran og við bjóðum upp á nýjustu útgáfuna af þessari frábæru kerru, Motocaddy M1 Pro DHC.
DHC stendur fyrir „Downhill Control“ og hefur þau áhrif að kerran heldur eðlilegum hraða þótt farið sé niður halla.

 

Motocaddy hefur ávallt fengið bestu dóma hjá t.d. Golfdigest sem er nú alveg í lagi. En það sem skiptir líka máli er að þeir sem kaupa kerruna eru hæstánægðir, og orðsporið er það sem gildir. 

 

Það fer lítið fyrir kerrunni þegar hún er samanbrotin og hún vegur aðeins 11 kg.

 

Lithium rafhlaðan er nú með 5 ára ábyrgð. Rafhlaðan getur dugað 36 holur en við mælum alltaf með því að hún sé hlaðin á milli golfhringja. 

 

Afgreiðslutími er að jafnaði um tvær vikur.

 

Vinsamlega hafið samband við Skúla í síma 863 1850 eða í tölvupósti skuli@vegaljos.is til að fá nánari upplýsingar.

 

Myndband