Hægt er að setja persónulegar merkingar á t.d. bolla, púða, taupoka, myndasteina, músamottur, segla, glasamottur, kertastjaka og kertaglös.
Góð hugmynd er t.d. að setja ljósmyndir af börnum, fjölskyldum, dýrum eða landslagi og þá er hægt að setja texta með; persónulega kveðju, ljóð, vers eða tilvitnun. Ekki síðri hugmynd er að setja myndir af teikningum eftir börnin og gefa afa, ömmu, frændfólki eða góðum vinum.
Hægt er að fá myndir skannaðar hjá okkur, bæði teikningar og ljósmyndir ef þær eru ekki til í tölvutæku formi.
Allar nánari upplýsingar og pantanir í tölvupósti lilja@vegaljos.is